Keflezighi sigraði í Boston

Bandaríkjamaðurinn Meb Keflezighi vann Boston-maraþonið í dag.
Bandaríkjamaðurinn Meb Keflezighi vann Boston-maraþonið í dag. AFP

Meb Keflezighi varð í dag fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að sigra í Boston-maraþoninu frá árinu 1983. Hann hljóp maraþonið í dag á tveimur klukkutímum, átta mínútum og 37 sekúndum, sem er persónulegt met og næstbesti tími sem Bandaríkjamaður hefur náð í þessu sögufræga hlaupi.

Árið 2006 varð Keflezighi að láta sér lynda þriðja sætið. Þá fékk hann jafnframt silfurmedalíuna í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, að því er segir í frétt AFP.

Rita Jeptoo frá Keníu var fyrsta konan í mark, annað árið í röð, á tveimur klukkutímum, átján mínútum og 57 sekúndum. Í fyrra hljóp hún á verri tíma, tveimur klukkutímum, 26 mínútum og 25 sekúndum, en það dugði henni samt sem áður til sigurs.

Þrír létu lífið og yfir 260 særðust í sprengjuárás sem gerð var á hlaupið í fyrra, en þá sprungu tvær sprengjur skammt frá marklínu Boston-maraþonsins í fyrra. Þetta hefur ekki dregið úr þátttöku í ár því yfir 36 þúsund hlauparar eru skráðir til leiks, um 9.000 fleiri en í fyrra.

Frétt mbl.is: Mikil spenna í loftinu í Boston

Frétt mbl.is: Gríðarleg öryggisgæsla í hlaupinu

Meb Keflezighi kemur í mark.
Meb Keflezighi kemur í mark. AFP
Rita Jeptoo var fyrsta konan í mark.
Rita Jeptoo var fyrsta konan í mark. AFP
Rita Jeptoo.
Rita Jeptoo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert