Aníta hlaut silfur í besta hlaupi sínu í ár

Aníta Hinriksdóttir á EM í Zürich fyrr í mánuðinum.
Aníta Hinriksdóttir á EM í Zürich fyrr í mánuðinum. AFP

Aníta Hinriksdóttir hljóp á sínum besta tíma í ár þegar hún kom í mark á 2:01,23 í 800 metra hlaupi á síðasta móti sínu á þessu keppnistímabili.

Hlaupið var sérstakt ungmennahlaup í Zürich í aðdraganda síðasta Demantamót ársins sem þar fer fram í kvöld.

Aníta varð í 2. sæti, aðeins 8/100 úr sekúndu á eftir Sanne Verstegen frá Hollandi en 1,26 sekúndu á undan næsta keppanda, Heddu Hynne frá Noregi.

Fyrir hlaupið átti Aníta fjórða besta tímann á árinu af keppendunum 12. Íslandsmet hennar stendur enn en það er 2:00,49 mínútur frá því í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert