Ragnheiður og Þorbergur sigruðu

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og Þorbergur Guðmundsson með verðlaunin.
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og Þorbergur Guðmundsson með verðlaunin. Ljósmynd/kraft.is

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir úr Gróttu og Þorbergur Guðmundsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar urðu í gær stigameistarar á Íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu sem fram fór í Smáranum í Kópavogi.

Ragnheiður háði harða baráttu við félaga sinn úr Gróttu, Tinnu Rut Traustadóttur, en sigraði að lokum í -57 kg flokki með 160 kg lyftu og 195,4 stig. Það var besti árangurinn í stigum á mótinu.

Í karlaflokki var keppnin tvísýn framan af, eða þangað til hinn ungi Þorbergur Guðmundsson gerði sig lítið fyrir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu mótsins í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig.

Stigahæsta liðið var lið KFA frá Akureyri, en sameiginleg stigakeppni var í karla- og kvennaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert