Strákarnir töpuðu fyrir Dönum

Íslensku strákarnir hita upp í morgun.
Íslensku strákarnir hita upp í morgun. Mynd/Blaksamband Íslands

U17 ára landslið pilta í blaki tapaði í morgun fyrir liði Dana á Nevza-mótinu í Kettering á Englandi, 3:0.

Íslensku strákarnir byrjuðu ágætlega og var nokkuð jafnt á með liðunum í fyrstu hrinunni. Um miðbik hrinunnar náðu dönsku strákarnir nokkura stiga forskoti sem þeir náðu að halda út hrinuna. Íslensku strákarnir áttu góða spretti í lokin og endaði hrinan 25-23.

Íslensku strákarnir sýndu það undir lok hrinunnar að þeir ættu talsvert inni. Í upphafi annarar hrinu áttu þeir nokkra góða bolta, Theódór Óskar Þorvaldsson átti t.d. góð afturlínu smöss og Vigfús J. Hjaltalín átti gott smass. En eftir það var mikið var um mistök hjá íslenska liðinu og þurftu dönsku strákarnir ekki að hafa mikið fyrir hlutunum og endaði hrinan 25-10.

Íslensku strákarnir komu ákveðnir til leiks í þriðju hrinunni voru aðeins einu stigi undir í fyrsta tæknihléi (8-7). En datt botninn úr leik liðsins og hrinan endaði 25-18.

Stigahæstur í liði Íslands var Theódór Óskar Þorvaldsson með 9 stig og Máni Matthíasson með 7 stig. Strákarnir eiga næst leik á morgun, sunnudag, við Noreg eða England klukkan 9.

Íslenska stúlknalandsliðið á leik nú í hádeginu gegn Færeyjum í fjórðungsúrslitum en þær eiga einnig leik kl 19:30 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert