Japanir sýna vetrarleikunum 2026 áhuga

Ólympíuhringirnir
Ólympíuhringirnir AFP

Áhugi fyrir því að halda Ólympíuleika virðist vera talsverður hjá þjóðum í Asíu um þessar mundir. Borgarstjórinn í Sapporo í Japan tilkynnti í dag að borgin muni sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2026.

Sapporo er staðsett á eyjunni Hokkaido nyrst í eyjaklasa Japans. Skorið verður úr um hverjir halda leikana 2026 árið 2019.

Japan mun halda Ólympíuleikana árið 2020 í Tókíó auk þess sem Pyeongchang í Suður-Kóreu verður vettvangur vetrarleikanna árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert