Þrjú þúsund sýni tekin í Rússlandi

Vitaly Mutko lengst til vinstri, ásamt Sergey Sobyanin borgarstjóra Moskvu,Vladimir …
Vitaly Mutko lengst til vinstri, ásamt Sergey Sobyanin borgarstjóra Moskvu,Vladimir Putin forseta Rússlands og Sepp Blatter forseta FIFA. AFP

Alþjóða lyfjaeftirlitið í íþróttaheiminum, Wada, hefur nú tekið sýni úr þrjú þúsund íþróttamönnum í Rússlandi í kjölfarið af ásökunum sem settar voru fram í þýskri heimildamynd.

Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, fór fram á það við Wada að eftirlitið myndi beina sjónum sínum sérstaklega að Rússlandi vegna þessara ásakana.

Mutko tjáði fjölmiðlum að Wada hefði farið um Rússland og tekið þrjú þúsund sýni. Þrír starfsmenn Wada heimsóttu Rússland að hans sögn og var einn af yfirmönnum rannsókna Wada með í för.

Áður hafði Wada tilkynnt að ráðist yrði í rannsókn á því sem fram kom í heimildamyndinni en í tilkynningunni var sagt að starfið hæfist 1. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert