Íslandsmet hjá ÍR

Tiana Ósk Whitworth, Dóróthea Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir og Aníta …
Tiana Ósk Whitworth, Dóróthea Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir og Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Boðhlaupssveit ÍR í 4x200 metra hlaupi setti glæsilegt Íslandmet í Bikarkeppni FRÍ í dag þegar sveitin hljóp á 1.38,54 og sveit FH, sem varð í öðru sæti, hljóp einnig undir gamla metinu.

Sveit ÍR skipuðu þær Tiana Ósk Whitworth, Dóróthea Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Hlaupið var spennandi því FH-ingar viettu Breiðhiltingum verðuga keppni en muninn má að hluta til skýra á að skiptingarnar hjá ÍR gengur rosalega vel fyrir sig, ekkert hik á þeim bænum.

Gamla metið átti sveit ÍR frá árinu 2011 og var tíminn 1.41,49 en FH sveitin sem varð önnur í dag hljóp á 1.40,27. Sannarlega glæsilegt hlaup og unglingamet enda stúlkurnar allar það ungar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert