Of ákafur áhorfandi hljóp á tré

Marit Björgen, hér til vinstri á myndinni, hlaut silfur í …
Marit Björgen, hér til vinstri á myndinni, hlaut silfur í dag. Einn aðdáandi hennar var þó ekki jafnheppinn í dag. EPA

Hann var ákafur, aðdáandinn sem fylgdist með gönguskíðakonunni Marit Björgen í 30 km skíðagöngunni á heimsmeistaramótinu í Falun í dag. 

Maðurinn hljóp af stað þegar Björgen gekk framhjá. Það fór þó ekki betur en svo að hann hljóp beint á tré og lá kylliflatur. 

Engum sögum fer af líðan mannsins eftir óhappið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert