Æðislegt að verða Íslandsmeistari

Stjarnan fagnar Íslandsmeistaratitlinum
Stjarnan fagnar Íslandsmeistaratitlinum

Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar í hópfimleikum var að vonum í skýjunum þegar hún ræddi við blaðamann mbl.is eftir sigur liðsins á Íslandsmótinu í hópfimleikum í kvöld. „Ég trúi þessu varla, tilfinningin er stórkostleg. Þetta er æðislegt!“

Hún hafði trú á verkefninu þrátt fyrir að Gerpla hafi sigrað undanfarin níu ár. „Við trúum á allar stelpurnar og þetta gekk alveg ótrúlega vel.“ Stjarnan fékk fleiri stig en Gerpla í öllum áhöldunum og því áttu þær sigurinn fyllilega skilinn.

„Þetta eru mjög jöfn lið þrátt fyrir að við fáum aðeins hærri stig en þær núna. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá Stjörnunni,“ sagði Andrea Sif.

Hún hrósaði liði Gerplu fyrir frábæra keppni og sagði þær vera með mjög gott lið. „Þær standa sig mjög vel og eru mjög góðar stelpur.“  

Ætla Stjörnustúlkur að fagna sigrinum í kvöld? „Já, við fögnum í kvöld og við fögnum á morgun. Það verður fagnað alla helgina,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir kampakát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert