Haukur á heimleið

Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun ekki ljúka keppnistímabilinu með hinu öfluga spænska úrvalsdeildarliði Laboral. Þar hefur Haukur dvalið undanfarnar vikur á skammtímasamningi.

Spænska liðið var með nokkuð marga leikmenn á sjúkralista eftir mikið leikjaálag á Spáni og í Euroleague. Liðið hóaði því í Hauk sem hafði lokið keppnistímabilinu með LF Basket á Spáni og losaði sig í framhaldinu undan restinni af eins árs samningi sínum við Svíana.

Haukur birti á Instragam-síðu sinni í gær að hann væri á heimleið og framhaldið yrði ekki eins og hann hafði óskað sér en þrjár umferðir eru eftir af deildinni og þá tekur við átta liða úrslitakeppni. Haukur getur þá væntanlega leikið fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert