Unglingalandsmót UMFÍ um næstu helgi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina.  Mótin hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og hafa gestir verið um og yfir 10.000.  Á Akureyri má þó búast viðtöluvert meiri mannfjölda þar sem fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin samtímis á Akureyri.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem keppt verður í 29 keppnisgreinum og allir á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt. Það skal tekið fram að þeir sem skrá sig þurfa ekki að vera í neinu íþróttafélagi, allir eru velkomnir.  Þeir sem yngri eru fá vissulega að spreyta sig og er gríðarlega fjölbreytt dagskrá fyrir þau og alla fjölskylduna.

Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí með keppni í golfi og síðan rekur hver keppnisgreinin aðra yfir helgina. Skráning keppenda stendur yfir á umfi.is en henni lýkur á miðnætti í kvöld, 26. júlí.  

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu UMFÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert