Boston-búar vilja ekki Ólympíuleikana

Frá Boston.
Frá Boston. Jared Wickerham

Borgaryfirvöld í Boston og bandaríska ólympíunefndin hafa samþykkt að hætta við umsókn sína um að halda Ólympíuleikanna árið 2024 vegna skorts á stuðningi almennings í Boston.

Umsóknin hefur valdið nokkru fjaðrafoki í Boston þar sem margir íbúar borgarinnar hafa áhyggjur af því að skattpeningur þeirra yrði notaður til þess að borga mögulegan aukakostnað sem fylgir því að halda leikana.

Ákvörðunin gerir það að verkum að önnur bandarísk borg getur sótt um það það að halda leikana.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra er Los Angeles sögð líkleg til þess að verða valin sem fulltrúi bandarískra borga í samkeppninni um að halda bæði Ólympíuleikana og ólympíumót fatlaðra árið 2024.

Samkvæmt frétt BBC er talið að kostnaður við að halda leikana gæti farið upp í 4,6 milljarða bandaríkjadala. Kostnaðurinn við að halda Ólympíuleikana í London og ólympíumót fatlaðra árið 2012 var 13 milljaðar bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert