Fyrsti sjöfaldi verðlaunahafinn á HM

Laszlo Cseh.
Laszlo Cseh. AFP

Laszlo Cseh frá Ungverjalandi varð í dag fyrsti sundmaðurinn sem vinnur til verðlauna á sjö mismunandi heimsmeistaramótum þegar hann vann brons í 50 metra flugsundi í Kazan í Rússlandi.

Cseh kom í mark á tímanum 23,15 sekúndum, jafn Konrad Czerniak frá Póllandi og hlutu þeir því báðir bronsið. Frakkinn Florent Manaudou sigraði á tímanum 22,97 sekúndum og silfrið fékk Nicholas Santos frá Brasilíu, en hann kom í bakkann á tímanum 23,09 sekúndum.

Cseh er 29 ára gamall, hefur unnið fimm verðlaun á Ólympíuleikum og orðið Evrópumeistari alls 28 sinnum. Hann átti áður heimsmet í 200 og 400 metra fjórsundi en hann er handhafi Evrópumeta í greinunum. Þá á hann einnig Evrópumet í 200 metra flugsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert