Tvö unglingalandsmótsmet féllu

Andrea Þorvaldsdóttir setti unlingalandsmótsmet í 60 metra grindahlaupi um helgina.
Andrea Þorvaldsdóttir setti unlingalandsmótsmet í 60 metra grindahlaupi um helgina. Ljósmynd / umfi.is

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um nýliðna helgi var slitið í gær. Frjálsíþróttakeppni móstins gekk afar vel og mótshaldarar voru ánægðir með gróskuna í frjálsum íþróttum sem kom fram á sjónarsviðið um helgina.

Tvö unglingalandsmótsmet voru sett á mótinu annars vegar í grindarhlaupi og hins vegar kúluvarpi.

Andrea Þorvaldsdóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar setti unglingalandsmótsmet í 60 metra grindahlaupi í flokki 13 stúlkna, hljóp á 10,15 sekúndum. Aldursflokkamet var síðan sett í kúluvarpi 12 ára stúlkna þegar Birta Sigþórsdóttir úr HSH kastaði 11,86 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert