Tár, bros og gaddaskór

Dafne Schippers er heimsmeistari í 200 metra hlaupi, en hún …
Dafne Schippers er heimsmeistari í 200 metra hlaupi, en hún hljóp á tímanum 21,63. AFP

Frjálsíþróttasamband Kenía grátbað Kína og Noreg um helgina að hjálpa sér í baráttunni við ólögleg lyf í frjálsum íþróttum. Aðeins ein rannsóknarstofa getur tekið við sýnum frá Afríku en Kenía vann flest gullverðlaun á HM í frjálsum sem lauk í gær. Tveir hlauparar frá landinu, hin 21 árs gamla Koki Manunga og hin 29 ára gamla Joyce Zakary, féllu á lyfjaprófi á heimsmeistaramótinu.

Þær fóru í lyfjapróf á liðshótelinu 20. og 21. ágúst og niðurstaða úr sýnum þeirra reyndist jákvæð. HM unglinga fer fram í Nairobi og hafa Noregur, Kína og alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin lofað fé til að byggja rannsóknarstofu fyrir það mót.

Vann fyrir tímanum

Bönnuð efni og svindl hafa verið töluvert til umræðu á mótinu og sett skugga á annars frábært mót. Justin Gatlin hljóp á ný en hann hefur tvisvar verið dæmdur í keppnisbann fyrir að reyna að svindla. Dafne Schippers, frá Hollandi, sigraði í 200 metra hlaupi kvenna um helgina og skömmu eftir að hún kom í mark sagði hún að tíminn skipti hana höfuðmáli enda vissi hún að líkami hennar væri laus við eitur. Hún kom í mark á 21,63 sekúndum sem er þriðji besti tími heims frá upphafi. „Ég er ánægð með tímann og hálfpartinn trúi honum ekki. En ég veit að ég er hrein og hef aldrei reynt að svindla heldur vann ég mér fyrir þessum tíma með þrotlausum æfingum.“

Nýr forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Sebastian Coe, boðar nýja tíma og segir að frjálsar íþróttir taki þá sem nást engum silkihönskum. Slíkt sé fjarstæða

„Við erum á þessu gráa svæði núna en ætlum að fara af því. Frjálsar íþróttir eru meira en bara, blóð- og þvagsýni. Frjálsar íþróttir eru ekki íþróttir svindlara. Geta þær losnað við þá sem reyna að svindla? Ég vona það. Munum við gera eitthvað öðruvísi í framtíðinni? Alveg örugglega,“ sagði Coe en hann tekur við embættinu af Lamine Diack.

Kenía vann alls sjö gullverðlaun á mótinu og 16 verðlaun alls. Jamaíka var einnig með sjö gullverðlaun og 14 verðlaun alls. Bandaríkjamenn unnu flest verðlaun eða 18.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert