Liðssigur í Garðabæ

Frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur
Frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan tók á móti Njarðvík í gærkveldi í 8. umferð Domino's-deild karla og gerði sér lítið fyrir og sigraði nokkuð sannfærandi 80:70 eftir að hafa leitt 44:36 í hálfleik.

Stjörnumenn byrjuðu betur og voru alltaf skrefi á undan með Al‘lonzo Coleman fremstan í flokki, en hann átti stórleik og batt liðsheildina saman. Varnarleikur heimamanna var frískari en gestanna, sem urðu pirraðir við minnsta tilefni. Þessi pirringur var greinilegur í öðrum hluta og þeim fjórða, þeim leikhlutum sem Njarðvík gekk sem verst.

Njarðvík náði hins vegar að snúa leiknum sér í vil í þriðja hluta og fyrir þann fjórða var allt útlit fyrir að gestirnir væru búnir að gera nóg til að a.m.k. halda í við heimamenn út leikinn. Svo reyndist ekki því í fjórða hluta fór að sjást aftur í lélegan sóknarleik og dapran varnarleik, sem kristallaðist í miklum villuvandræðum Njarðvíkinga.

Fjallað er um leiki gærkvöldsins í Dominos-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert