Íslendingar á heimleið frá Kýpur

Frá vinstri, Ágúst Heiðar, Bogi, Katrín Ingunn, Iveta Chavdarova, Edda …
Frá vinstri, Ágúst Heiðar, Bogi, Katrín Ingunn, Iveta Chavdarova, Edda Kristín, Máni Karl, Ólafur Engilbert og Gunnlaugur landsliðsþjálfari. Mynd/Karatesamband Íslands.

Íslendingar hafa lokið keppni á Evrópumeistaramóti unglinga og U21 í karate sem fram fór í Limassol á Kýpur síðustu daga. 

Í dag keppti Ólafur Engilbert Árnason í flokki U21 -75kg. Í fyrstu umferð mætti Ólafur Ardit Rusiti frá Sóvenju.  Ardit sigraði viðureignina 8:0 en féll svo úr leik í næstu umferð á eftir og því átti Ólafur ekki möguleika á uppreisn.  

Allir Íslendingar hafa því lokið keppni en bestum árangri náði Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson sem endaði í 7. til 8.sæti í Kumite Caded -70kg.

Landsliðskonurnar Edda Kristín Óttarsdóttir, sem keppti í kumite kvenna Junior -59kg, og Katrín Ingunn Björnsdóttir, sem keppti í kumite kvenna Junior +59kg, enduðu í 9. sæti í sínum flokkum.

Bogi Benediktsson, sem keppti í kata karla U21, Iveta Chavdarova Ivanova, sem keppti í kumite Cadet -54 kg, og Máni Karl Guðmundsson sem keppti í kumite Junior -61kg,  duttu öll út í fyrstu umferð. Hópurinn heldur heim á leið á morgun, reynslunni ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert