Mjög marksækin og árásargjörn

Díana Kristín Sigmarsdóttir, fyrir miðri mynd, í leik með Fjölni …
Díana Kristín Sigmarsdóttir, fyrir miðri mynd, í leik með Fjölni gegn Haukum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Díana Kristín Sigmarsdóttir er ein þeirra sem skotist hafa í sviðsljósin í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olís-deildinni, á þessu keppnistímabili. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 138 mörk í 17 leikjum fyrir nýliða Fjölni sem unnu Aftureldingu, 28:27, í hörkuleik í Dalhúsum á sunnudagskvöldið.

Díana skoraði 11 mörk í leiknum og reyndist Mosfellingum erfið eins fleiri og betri liðum deildarinnar á þessum vetri.

„Díana kom til okkar á síðasta sumri eftir að hafa verið í Fylki en ekki náð sér á strik þar. Hún hefur fallið vel inn í hópinn hjá okkur. Díana hefur mikið frumkvæði, ekki í síst í sóknarleiknum þar sem óhætt er að segja að hún sé mjög marksækin og árásargjörn. En það hentar okkar unga liði vel að hafa leikmann sem hefur frumkvæði,“ sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Fjölnis, við Morgunblaðið í gær.

Díana er ein fjölmargra handknattleikskvenna og karla sem stigu sín fyrstu spor á Selfossi. Eftir að hafa leikið þar reyndi hún fyrir sér með Fram og Haukum áður en leiðin lá til Fylkis 2014 og þaðan í Grafarvoginn til Fjölnis á síðasta sumri. Með Fjölni hefur Díana slegið í gegn.

„Díana hefur náð sér vel af þeim meiðslum sem hrjáðu hana í fyrra þegar hún var hjá Fylki. Samvinna hennar við mig og Fjölnisliðið hefur tekist afar vel. Við erum afar sáttir við hana,“ segir Andrés sem telur örvhentu skyttuna eiga talsvert inni enn.

Nánar er fjalla um Díönu Kristínu sem er leikmaður 18. umferðar Olís-deildar kvenna í handknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

N

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert