Suðurnesjamenn í forystu

Bikarkeppnin í sundi hófst í dag.
Bikarkeppnin í sundi hófst í dag. mbl.is/Golli

Karla- og kvennasveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar hafa forystu að loknum fyrsta hluta af þremur í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem hófst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í dag. 

Fyrirkomulagið á bikarkeppninni er þannig að hvert félag sendir tvo sundmenn í hverja grein og má hver sundmaður synda í þremur greinum auk boðsunda. Hvert sund gefur svokölluð FINA-stig. Því skiptir máli að ná sem bestum tíma til að fá fleiri stig.  

Staðan eftir fyrsta hluta er eftirfarandi:

1. deild kvenna:

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar  5427 stig

Sundfélagið Ægir 5154 stig

Sundfélag Hafnarfjarðar 5096 stig

1. deild karla:

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar  5457 stig

Sundfélag Hafnarfjarðar  5213 stig

UMSK  4612 stig

2. deild kvenna:

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 3708 stig

Sundfélag Hafnarfjarðar 3567 stig

Íþróttabandalag Reykjavíkur 3330 stig

2. deild karla:

Sundfélag Hafnarfjarðar 3166 stig

Íþróttabandalag Reykjavíkur 2770 stig

UMSK 440 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert