Þróttur vann Þrótt tvisvar

Róbert Karl Hlöðversson átti stórleik en það dugði ekki til …
Róbert Karl Hlöðversson átti stórleik en það dugði ekki til sigurs á Norðfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þróttur frá Neskaupstað lagði Þrótt Reykjavík tvívegis í dag í Mizuno-deildunum í blaki, fyrst í kvennaflokki og síðan í karlaflokki.

Konurnar höfðu 3:1 sigur þar sem hrinurnar enduðu 25:13, 23:25, 25:13, 25:15. Stigahæstar hjá heimamönnum voru Ana Maria Vidal Bouza með 19 stig og María Rún Karlsdóttir með 18 sig en hjá Reykvíkingum var Sunna Þrastardóttir með 8 stig.

Í karlaflokki höfðu Norðfirðingar betur, 3:2 (29:31, 25:19, 21;:25, 25:22 og 15:12). Atli Fannar Pétursson var með 16 stig hjá Norðfirðingum og Hlöðver Hlöðversson 15 en hjá Þrótti Rvk/Fylki var Róbert Karl Hlöðversson með 30 stig og Sergey Diatlovic 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert