Mikið um dýrðir í Laugardal

María Rún Gunnlaugsdóttir vann langstökkið í dag.
María Rún Gunnlaugsdóttir vann langstökkið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmótið í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöll um helgina. Fyrri dagurinn fór fram í dag.

María Rún Gunnlaugsdóttir stökk lengst í langstökki kvenna, 5,80 metra og vann hún keppnina með nokkrum yfirburðum. Krister Blær Jónsson og Bjarki Kristjánsson stukku báðir 4,83 í stangarstökki en Bjarki er Íslandsmeistari þar sem hann þurfti færri tilraunir í sínum stökkum. 

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir vann hástökið með stökki upp á 1,74 sem er persónulegt met. Erna Sóley Gunnarsdóttir setti svo stúlknamet í kúluvarpi er hún kastaði kúlunni 13,69 metra og vann hún keppnina í leiðinni. Guðni Valur Guðnason vann kúluvarp karla með kasti upp á 16,98 metra. Kristinn Torfason er Íslandsmeistari í þrístökki. Hann stökk 13,84 metra.

Bjartmar Örnuson vann 1.500 metra hlaup karla og í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir fljótust. Birna Kristín Kristjánsdóttir var fljótust allra í 60 metra hlaupi og hjá körlunum var Ari Bragi Kárason fljótastur í mark. 

Í 400 metra hlaupi karla vann Ívar Kristinn Jasonarson og í kvennaflokki tók Vilhelmína Þór Óskarsdóttir gullið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert