Dregið í 8 liða úrslit í blakinu

Þróttur Neskaupsstað mætir Völsungi á Húsavík í kvennaflokki.
Þróttur Neskaupsstað mætir Völsungi á Húsavík í kvennaflokki. Þórir Ó. Tryggvason

Dregið var í átta liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blaki í hádeginu í dag en leikirnir verða spilaðir í mars, eigi síðar en hinn 19.

Allir leikirnir í karlaflokki fara fram úti á landi og má segja að um sannkallaða bikarstemningu verði að ræða um land allt í mars.

Kjörísbikar karla:

Þróttur Nes-Stjarnan í Íþróttahúsinu í Neskaupstað
KA-HK í KA heimilinu á Akureyri
Hamar-Afturelding í Hveragerði
Vestri-Þróttur R/Fylkir í Íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði

Kjörísbikar kvenna:

Þróttur R-Stjarnan í Laugardalshöllinni í Reykjavík
Fylkir-Afturelding í Fylkishöll í Reykjavík
Völsungur-Þróttur Nes í Íþróttahöllinni á Húsavík
HK-KA í Fagralundi í Kópavogi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert