Brons í liðakeppninni

Íslenski hópurinn: Arnar Davíð Jónsson, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Dagný Edda …
Íslenski hópurinn: Arnar Davíð Jónsson, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Björn G. Sigurðsson. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Nú var að ljúka svakalegum undanúrslitaleik þegar Ísland og Kýpur mættust á Small Nations Cup í keilu sem fram fer í San Marínó.

Leikurinn var æsispennandi. Kýpur tók forystuna fyrri hluta leiksins en Ísland sótti á seinni hlutann. Þegar aðeins eitt kast var eftir hjá Kýpur og Ísland hafði lokið leik þurfti Kýpur að ná niður 8 keilum til að sigra leikinn. Þau gerðu gott betur, fengu fellu og unnu með tveimur stigum.

Brons í liðakeppninni því staðreynd en engu að síður flottur árangur hjá okkar fólki.

Úrslitin í einstaklingskeppninni hefjast um kl. 15:30 að íslenskum tíma. Þar eru fjórir karlar og fjórar konur eftir. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Arnar Davíð Jónsson hafa bæði tryggt sér sæti í þessum úrslitum og verður spennandi að sjá hvort þau nái sér í gull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert