Örebro stendur vel að vígi

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir. Ljósmynd/Anders Olofsson

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og samherjar hennar í Örebro eru í vænlegri stöðu eftir að hafa unnið annan leikinn í rimmu sinni við Sollentuna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í blaki.

Örebro hefur þar með tvo vinninga gegn engum Sollentuna. Liðið þarf aðeins að vinna einn leik til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum en liðið lék til úrslita um sænska meistaratitilinn á síðasta keppnistímabili.

Örebro vann þrjár hrinur í leiknum, 25:19, 25:17 og 25:22, án þess að leikmenn Sollentuna næðu að klóra í bakkann með sigri í einni hrinu. Jóna Guðlaug var stigahæst í liði Örebro í leiknum í fyrrakvöld. Hún skoraði 16 stig, þar af fjögur beint upp úr uppgjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert