Sveinn Áki gerður að heiðursfélaga

Sveinn Áki ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jörundsdóttur.
Sveinn Áki ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jörundsdóttur. Ljósmynd/ÍF

Sveinn Áki Lúðvíksson var gerður að heiðursfélaga á sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra á Radisson Blu hóteli Sögu í Reykjavík í dag. 

Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, Karl Þorsteinsson, formaður boccianefndar ÍF, Guðbjörg Ludvigsdóttir í fagráði ÍF og Ragnheiður Austfjörð, formaður íþróttafélagsins Eikar á Akureyri, fengu öll gullmerki ÍF á þinginu. 

Sveinn Áki fékk auk þess heiðurskross frá ÍSÍ fyrir framlag sitt í þágu íþróttastarfs fatlaðra í gegnum árin. Heiðurskross ÍSÍ er æsðta merki Íþrótta-og ólympíusambands Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert