Með björgunarhring

Samherjarnir Andrea Björt Ólafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í baráttu um …
Samherjarnir Andrea Björt Ólafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í baráttu um boltann í leik Snæfells og Keflavíkur í Stykkishólmi í gærkvöld Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

Snæfell vann Keflavík 68:60 í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í gær. Keflavík var í góðri stöðu, með tvo sigra eftir tvo leiki og gat með sigri í Hólminum landað Íslandsmeistaratitlinum. Suðurnesjamenn fjölmenntu og studdu vel við bakið á liði sínu og vonuðust til að sjá hinar ungu Keflavíkurstúlkur lyfta bikarnum á loft, en varð ekki að ósk sinni.

Heimastúlkur í Snæfelli komu vel stemmdar til leiks og höfðu örugglega hug á því að láta ekki vinna sig þrjú núll í einvíginu, þessi leikur var upp á líf eða dauða. Fyrsti fjórðungurinn var í jafnvægi á milli liðanna og hófst með flugeldasýningu, fimm þriggja stiga körfur á rúmum tveimur mínútum. Staðan jöfn eftir fyrsta leikhluta 17:17. Um miðjan annanfjórðung fór Snæfell að beita svæðisvörn og með því tókst að riðla sóknarleik gestanna frá Keflavík. Á þessum kafla náði Snæfell 11:0-kafla og var skotnýting Keflavíkur afar döpur sem varð til þess að Snæfell hafði þrettán stiga forskot í leikhléi.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert