Oddaleikur um titilinn í kvöld

Hjördís Eiríksdóttir úr HK eltir boltann í fjórða leik einvígisins …
Hjördís Eiríksdóttir úr HK eltir boltann í fjórða leik einvígisins á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það fer Íslandsmeistarabikar á loft í Fagralundi í kvöld þegar HK og Afturelding mætast í oddaleik í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Eftir fjóra leiki er staðan hnífjöfn í einvíginu, 2:2.

HK vann fyrsta leik liðanna, 3:0, áður en Afturelding jafnaði metin í öðrum leik með 3:2-sigri. Mosfellingar unnu svo þriðja leikinn í Fagralundi 3:1, en HK jafnaði metin í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld með 3:1 sigri.

HK er deildarmeistari, en þetta er þriðja árið í röð sem liðin mætast í úrslitaeinvíginu. HK vann titilinn árið 2015 en í fyrra var það Afturelding sem hrósaði sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert