Brasilíumaðurinn hættir með landsliðið

Rogerio Ponticelli.
Rogerio Ponticelli. mbl.is / Þórður Arnar Þórðarson

Rogerio Ponticelli er hættur sem landsliðsþjálfari karla í blaki, en Blaksamband Íslands ákvað að endurnýja ekki samning hans.

Blakfrettir.is greina frá, en Ponticelli er frá Brasilíu og tók við landsliðinu árið 2014. Hann stýrði liðinu alls í 32 leikjum og vann sex þeirra, en náði sögulegum árangri undir hans stjórn og komst í 2. umferð undankeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Ponticelli stýrði landsliðinu síðast á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og tapaði liðið þar öllum sínum leikjum.

mbl.is