Ingibjörg setti Íslandsmet á HM

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir eru í eldlínunni á …
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir eru í eldlínunni á HM. Ljósmynd/Facebook

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir setti í morgun nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi.

Ingibjörg Kristín synti á 28,53 sekúndum og varð í 26. sæti í undanrásum. Hún komst ekki áfram í undanúrslit, en til þess þurfti að synda 28,22 sekúndur.

Besti tími Ingibjargar Kristínar i greininni var 28,62 sekúndur frá því á HM 2013 í Barcelona, en Íslandsmetið var í eigu Eyglóar Óskar Gústafsdóttur frá því í Danmörku árið 2014, 28,61 sekúnda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert