Glæsileg tilþrif sáust í sandinum

Verðlaunahafar á Íslandsmótinu í strandblaki sem fram fór um helgina.
Verðlaunahafar á Íslandsmótinu í strandblaki sem fram fór um helgina. Ljósmynd/bli.is

Stigamótaröð Blaksambands Íslands í strandblaki lauk um helgina með stórglæsilegu Íslandsmóti. Það voru 40 lið skráðu sem sig til leiks í fimm deildum fullorðinna, þremur kvennadeildum og tveimur karladeildum.

Allar aðstæður voru til fyrirmyndar og veðrið lék við keppendur í Laugardalnum og Árbænum. Keppni var æsispennandi og keppendur sýndu sínar bestu hliðar í sandinum. Spilaðir voru 90 leikir í öllum deildum.

 Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

 1. deild karla
  1. Janis Novikovs og Austris Bukovskis
  2. Karl Sigurðsson og Theódór Óskar Þorvaldsson
  3. Eric Matthew Myer og Benedikt Baldur Tryggvason

1. deild kvenna
  1. Matthildur Einarsdóttir og Elísabet Einarsdóttir
  2. Ásthildur Gunnarsdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir
  3. Hólmfríður Indriðadóttir og Sladjana Smiljanic

2. deild karla
  1. Hjörtur Halldórsson og  Valgeir Bergmann
  2. Sigurður Garðar Barðason og Guðmundur Hauksson
  3. Eduard Constantin Bors og Kristinn Freyr Ómarsson

2. deild kvenna
  1. Sveinbjörg Ingvarsdóttir og Anna María Torfadóttir
  2. Ragnheiður Berg Lehmann og Íris Helga Baldursdóttir
  3. Hrefna Hugosdóttir og Þóra Hugosdóttir

3. deild kvenna
  1. Jóna Benný Kristjánsdóttir og Aida Gonzalez Vicente
  2. Elísabet Nhien Yen Huynh og Eldey Hrafnsdóttir
  3. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir og Valdís Sigurþórsdóttir

Einnig liggur fyrir hvernig stigamótaröðin fór en 179 keppendur tóku þátt í stigamótaröðinni í ár, 73 karlar og 106 konur og eru úrslitin sem hér segir:

 Stigameistarar í strandblaki fullorðinna 2017

  Karlar –  Janis Novikovs
  Konur –  Hólmfríður Indriðadóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert