Arna um 150 stigum frá Íslandsmeti

Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH er komin í 2. sæti yfir þær íslensku frjálsíþróttakonur sem bestum árangri hafa náð í sjöþraut.

Aðeins Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur náð betri árangri í sjöþraut en Arna gerði á Akureyrarmótinu um helgina þegar hún náði 5.730 stigum. Þar með bætti hún sig um tæp 350 stig og fór upp fyrir Sveinbjörgu Zophoníasdóttur og Kristínu Birnu Ólafsdóttur. Íslandsmet Helgu er 5.878 stig. Aðalgrein Örnu er hins vegar 400 metra grindahlaup.

María Rún Gunnlaugsdóttir keppti einnig á Akureyri og bætti sig um 150 stig með því að ná 5.488 stigum. Hún komst þar með upp í 4. sætið á afrekslista íslenskra sjöþrautarkvenna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert