Einbeittur sprellari með mikla útgeislun

Usain Bolt er hættur á stóra sviðinu.
Usain Bolt er hættur á stóra sviðinu. AFP

Fótfráasti maður sögunnar, Usain Bolt, lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum um helgina. Morgunblaðið ræddi við Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og heyrði hans álit á brotthvarfi frægasta frjálsíþróttamanns heims.

„Áhorfið mun örugglega dragast aðeins saman. Hins vegar hef ég trú á því að Bolt eigi eftir að vera á þessum stórmótum til sýnis, alla vega á næstu nokkrum stórmótum. Hann mun hafa mikið aðdráttarafl næstu tvö, þrjú ár einfaldlega bara vegna frægðarinnar. Kannski hefur þetta eitthver áhrif á að fólk muni stunda íþróttina, ég held að það muni hafa meiri áhrif á Jamaíku heldur en á Íslandi. Ég held að það séu ekki margir á Íslandi sem stundi íþróttina út af Bolt en ég er ansi hræddur um að það séu margir á Jamaíku.“

Hvað gerir Bolt svona sérstakan?

„Það sem gerir hann öðruvísi er að hann hefur þessa skemmtilegu samblöndu af því að vera frábær íþróttamaður og mjög góður. Á sama tíma er hann alltaf hress og kátur og til í að leika sér. Hann er alltaf almennilegur við alla og einlægur og sýnir íþróttamannslega framkomu sem er til fyrirmyndar.

Hann kennir aldrei öðrum um, ég hef aldrei heyrt hann koma með afsakanir eða kenna öðrum en sjálfum sér um. Hann hefur lent í því að þjófstarta á heimsmeistaramóti en þá segir hann „Ég missti einbeitinguna.“ Það var ekki það að einhver í áhorfendahópnum hafi truflað, brautin léleg eða blokkirnar að trufla hann. Ef þú berð hann saman við fótboltamenn, þá er nánast alltaf dómaranum að kenna ef menn tapa.“

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert