Naumt tap fyrir Svíþjóð í fyrsta leik

Íslenska liðið í Danmörku.
Íslenska liðið í Danmörku. Ljósmynd/Faccebook-síða mótsins

Íslenska kvennalandsliðið í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri mátti þola 3:1-tap gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Danmörku í dag. Sænska liðið vann fyrstu hrinuna örugglega, 25:12, en eftir það var leikurinn í járnum. 

Ísland svaraði fyrir sig í annarri hrinu og vann 25:20. Svíþjóð vann hins vegar síðustu tvær hrinurnar 25:21 og 25:23.

Liðin mættust á sama móti í fyrra og þá hafði Svíþjóð öruggan sigur og er ljóst að liðið hefur tekið framförum undir stjórn Daniele Carpriotti, þjálfara liðsins. Næsti leikur er á morgun gegn Grænlandi kl. 9 og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert