Jón Arnór og Ólafía íþróttafólk Reykjavíkur

Jón Arnór Stefánsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við athöfnina í …
Jón Arnór Stefánsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við athöfnina í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Verðlaunin voru veitt í 39. skipti. 

Jón Arnór var í stóru hlutverki hjá KR sem varð Íslands- og bikarmeistari í vetur. Hann lék einnig með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi og er af mörgum talinn besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar. 

Ólafía átti viðburðaríkt ár. Hún lék á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð og í heimi og tók m.a þátt í þremur af fimm risamótum ársins. Hún vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu á meðal allra bestu kylfinga heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert