Á spjöld sögunnar og rann á rassinn

Milan Trajkovic faðmar Frakkann Aurel Manga eftir hlaupið í dag.
Milan Trajkovic faðmar Frakkann Aurel Manga eftir hlaupið í dag. AFP

Kýpur eignaðist í dag sinn fyrsta gullverðlaunahafa á stórmóti í frjálsum íþróttum þegar Milan Trajkovic kom fyrstur í mark í 60 metra grindahlaupi á EM innanhúss í Glasgow.

Trajkovic hljóp glæsilega og kom í mark á 7,60 sekúndum í nánast hnífjöfnu hlaupi. Frakkarnir Pascal Martinot-Lagarde og Aurel Manga komu næstir á eftir honum á 7,61 og 7,63 sekúndum.

Það gekk hins vegar ekki alveg eins vel hjá Trajkovic að halda upp á sigurinn en hann rann nokkuð illa til á leið sinni upp í stúku til að fagna. Kýpverjinn lét það þó ekki á sig fá enda búinn að afreka nokkuð sem enginn af 1,2 milljónum landa hans hefur áður gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert