Staða KA góð eftir sigur fyrir austan

Pedro Jose Lozano KA-maður, til hægri, fagnar ásamt Oscar Fernández …
Pedro Jose Lozano KA-maður, til hægri, fagnar ásamt Oscar Fernández í leiknum í Neskaupstað. Ljósmynd/Sigga Þrúða

KA lagði Þrótt úr Fjarðabyggð að velli, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í blaki sem fram fór í Neskaupstað í gærkvöld.

Liðin enduðu í fjórða og fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og eru því í umspili um hvort þeirra kemst í undanúrslit.

Leikurinn var mjög spennandi á köflum þrátt fyrir lokatölurnar en KA vann hrinurnar 25:22, 25:21 og 25:22.

Stigahæstir Þróttara voru Raul Garcia með 12 stig og Jose Federico með tíu. Stigahæstir KA-manna voru Miguel Mateo með 14 og Pedro Jose Lozano með tíu stig.

Næsti leikur liðanna er á Akureyri á föstudag en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin.

Í gærkvöld vann Afturelding sigur á Völsungi/Eflingu, 3:0, í Mosfellsbæ og Vestri vann HK, 3:0, á Ísafirði. Í kvöld mætast Hamar og Stál-úlfur í Hveragerði.

Barátta við netið í Neskaupstað.
Barátta við netið í Neskaupstað. Ljósmynd/Sigga Þrúða
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert