Matthías vann alþjóðlegt mót

Matthías Kristinsson náði frábærum árangri.
Matthías Kristinsson náði frábærum árangri. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

Matthías Kristinsson, landsliðsmaður í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlegt mót í svigi sem fór fram í Oppdal í Noregi um liðna helgi.

Fyrir sigurinn vann Matthías sér inn 23 FIS stig, sem er hans besti árangur á ferlinum og mun verða þess valdandi að Matthías klífur töluvert upp heimslistann.

„Ég er ótrúlega stoltur og þetta var virkilega óvænt,“ er haft eftir Matthíasi á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Gauti náði sínum besta árangri

Gauti Guðmundsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hafnaði í 13. sæti á lúxemborgíska meistaramótinu í svigi sem var haldið í Val d-Isére í Frakklandi um helgina.

Með þessum árangri vann Gauti sér inn 29,27 FIS stig, sem er líkt og í tilfelli Matthíasar hans besti árangur á ferlinum.

„Ég er mjög glaður með árangurinn, gaman að sjá hvernig þrotlaus vinna og æfingar yfir síðastliðið ár skila sér. Núna er planið bara að gefa ennþá meira í þetta, æfa vel í sumar, og koma ennþá sterkari inn í næsta tímabil,“ hefur Skíðasambandið eftir Gauta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert