Örn Ævar er á pari eftir tvo hringi

Örn Ævar Hjartarson.
Örn Ævar Hjartarson. mbl.is/Brynjar Gauti

Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, lék í dag annan hringinn á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á 73 höggum. Hann er í 57.-64. sæti þegar keppni er hálfnuð en aðeins 30 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli.

Örn, sem er að leika á fyrsta stiginu af þremur, er samtals á parinu eftir tvö hringi af fjórum

Þrjátíu efstu keppendurnir halda áfram keppni og komast á annað stigið. Fjöldi keppenda á fyrsta stiginuverður skorinn niður eftir hringinn á morgun en besta skorið á Oxfordshire vellinum er 11 högg undir pari vallar.  Englendingurinn Chris Wood sem endaði í 5. sæti á Opna breska meistaramótinu í sumar sem áhugakylfingur er á meðal keppenda á þessum velli. Wood er samtals á 9 höggum undir pari og er líklegur til afreka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert