Stefán jafnaði vallarmetið og tryggði sér sigur hjá GR

Helena Árnadóttir og Stefán Már Stefánsson, sigurvegarar hjá GR.
Helena Árnadóttir og Stefán Már Stefánsson, sigurvegarar hjá GR. mbl.is/Frosti Eiðsson

Stefán Már Stefánsson kylfingur úr GR tryggði sér sigurinn á Meistaramóti klúbbsins um helgina með góðri spilamennsku á lokadeginum.

Stefán lék þá Korpúlfsstaðavöll á 68 höggum og jafnaði þar með sólarhringsgamalt vallarmet sem landsliðsmaðurinn Sigurþór Jónsson setti. Er þetta fjögur högg undir pari vallarins en alls lék Stefán á 288 höggum og varð klúbbmeistari GR í annað sinn.

Þórður Rafn Gissurarson var aðeins höggi á eftir og Ólafur Már Sigurðsson minnti á sig og hafnaði í þriðja sæti á 291 höggi. Hann var um tíma efstur í mótinu en Ólafur hefur lítið sem ekkert leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár.

Íslandsmeistarinn Helena Árnadóttir sigraði í kvennaflokki og varð einnig klúbbmeistari í annað sinn. Bráðabana þurfti til þess að knýja fram úrslit. Helena var höggi á eftir hinni þrautreyndu Ragnhildi Sigurðardóttur fyrir lokadaginn. Báðar léku þær lokahringinn fremur illa en Helena náði að jafna við Ragnhildi og sigraði í bráðabananum sem fyrr segir. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert