Rory McIlroy sigraði á Opna breska

Rory McIlroy fagnaði sigri í dag.
Rory McIlroy fagnaði sigri í dag. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fór á Royal Liverpool. Kappinn lauk leik á 17 höggum undir pari og varð tveimur höggum á undan Sergio Garcia frá Spáni og Rickie Fowler frá Bandaríkjunum.

McIlroy lék lokahringinn í dag á einu höggi undir pari, lék fyrri níu holurnar á pari, fékk þá tvo fugla og tvo skolla á meðan Garcia var á þremur undir pari með þremur fuglum og hann fékk síðan örn á tíundu holu en McIlroy fékk þá fugl. McIlroy fékk skolla á þrettándu og munurinn þá aðeins tvö högg, en Garcia fékk skolla á 15. braut og munurinn aftur orðinn þrjú högg.

Á lokaholunni rétt missti Garcia pútt fyrir erni og fékk öruggan fugl, en það dugði ekki því McIlroy lék af öryggi og fékk par.

Höggi á eftir Garcia og Fowler var Jim Furyk frá Bandaríkjunum sem lék frábærlega í dag, kom inn á sjö höggum undir pari líkt og Marc Leishman, Shane Lowry og Chris Wood.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert