Sextán ára í toppslagnum

Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur.
Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur. Ljósmynd/GSÍmyndir.net

„Já, ég er svona frekar sátt. Þetta gekk vel eftir sjöundu holu, þá byrjaði þetta aðeins að snúast við og ég fór að setja niður nokkur pútt,“ sagði Ragnhildur Kristinsdóttir, sextán ára stúlka úr GR, sem er með forystu ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í Leirdal í gær.

Þær eru báðar á fjórum höggum yfir pari en Ragnhildur fékk þrjá fugla á hringnum, á 8.,13., og 14. holu.

Hún kvaðst vera nokkuð sátt við gang mála eftir fyrsta daginn og hefur væntingar um að verða meðal fimm efstu kvenna á mótinu. „Maður hefur alltaf væntingar um að vera í efstu fimm sætunum en ég fer inn í mótið pressulaus og vonast eftir því besta,“ sagði Ragnhildur við Morgunblaðið.

Næstar á eftir þeim koma þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Stefanía leiddi lengst af en fékk skolla á þremur síðustu holunum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK fór hringinn á sex höggum yfir pari ásamt Karen Guðnadóttur, GS.

Nánar er fjallað um Íslandsmótið í golfi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert