Íslendingarnir á sama velli

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Íslensku kylfingarnir þrír, sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla, munu allir leika á sama vellinum á 2. stiginu. Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Ólafur Björn Loftsson Neskblúbbnum og Þórður Rafn Gissurarson GR náðu að komast í gegnum 1. stigið en þar léku þeir á þremur mismunandi völlum.

Þeir félagar munu leika í Valencia á Spáni á golfsvæði sem kallast Campo de Golf El Saler. Hefja þeir leik 7. nóvember og verða leiknar 72 holur á fjórum dögum. Á 2. stiginu er leikið á fjórum völlum á Spáni en þar sem Íslendingar verða á sama vellinum geta þeir haft stuðning hver af öðrum.

Þriðja og síðasta úrtökumótið fer fram á Spáni 15.-20. nóvember. Mótið er geysilega krefjandi, enda mikið undir, auk þess sem þar eru 6 hringir á dagskrá fyrir þá sem komast í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur komist í gegnum lokamótið og unnið sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert