Tiger viss um að komast í Ryder-bikarinn

Tiger Woods stefnir á endurkomu.
Tiger Woods stefnir á endurkomu. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods segist viss um verða valinn til keppni fyrir Ryder-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu um þennan eftirsótta titil, sem fram fer á næsta ári.

Tiger er nú í fríi frá golfinu vegna meiðsla og hefur einungis tekið þátt í tveimur mótum það sem af er árinu. Þessi fyrrum besti kylfingur heims sem hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum, þann síðasta árið 2008, er nú í 96. sæti heimslistans.

Davis Love III, fyrirliði Bandaríkjaliðsins, segist vera í miklu sambandi við Tiger. „Hann býst við því að verða valinn. Við tölum reglulega saman og hann er mjög einbeittur í að koma til baka,“ sagði Woods, sem spilaði um sinn fyrsta Ryder-bikar árið 1997 og hefur alls sjö sinnum verið í liði Bandaríkjanna.

Síðustu mánuðir hafa ekki verið blómlegir fyrir Tiger. Hann missti af Masters-mótinu sem og Opna bandaríska vegna meiðsla, og þá spilaði hann sinn versta hring síðan hann hóf atvinnumannaferil þegar hann tók þátt á Opna Waste Management-mótinu í Phoenix í upphafi árs.

„Ég mundi ekki afskrifa hann ennþá,“ sagði Love III, en lið Bandaríkjanna leggur mikið kapp á næsta Ryder-bikar eftir að hafa tapað þremur síðustu einvígum gegn Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert