Sló af malbiki og fékk fugl (myndskeið)

Alexander Levy
Alexander Levy AFP

Franski kylfingurinn, Alexander Levy, fékk skemmtilegan fugl á Shenzhen International-mótinu á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Kína.  

Levy sló boltann inn á flöt af malbikuðum stíg en við slíkar aðstæður getur kylfingur ráðið því hvort hann slær boltann eða tekur hann upp og lætur hann falla án vítis þar sem hann má leika honum af grasi.

Lvey er í 14. sæti á mótinu á 3 undir pari eftir 36 holur en Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein er efstur á 9 undir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert