Birgir Leifur byrjar vel

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er í 2. sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum eftir fyrsta hring á NorthSide Charity Challenge-mótinu í Danmörku en mótið er hluti af Nordic League-golfmótaröðinni.

Ólafur Björn Loftsson, einnig úr GKG, fór á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari og er í 54. sætinu.

Birgir lék afar vel í dag og fór á 68 höggum, fjórum höggum undir pari, en leikið er á Lyngbygaard-golfvellinum á Jótlandi sem er 13 kílómetra vestur af Árósum.

Um er að ræða annað mótið sem Birgir Leifur keppir í á árinu en hann lenti í 5. sæti í síðustu viku á Opna Bra­vo-Tours-mótinu en Ólafur Björn lenti þar í 11. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert