Ragnhildur og Aron með forystu

Ragnhildur Kristinsdóttir er með forystu í kvennaflokki.
Ragnhildur Kristinsdóttir er með forystu í kvennaflokki. Ljósmynd/GSÍ

Fyrsta mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull-mótið, hófst í gær á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Aron Snær Júlíusson úr GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR eru efsti í karla- og kvennaflokki eftir fyrstu tvær umferðirnar sem leiknar voru í dag. Lokaumferðin fer fram í dag.

Veðrið lék stórt hlutverk í gær en keppni var frestað um klukkustund á meðan mesta rokið gekk yfir. Töluverður vindur var samt sem áður á keppnisvellinum og hafði það áhrif á skor keppenda. Hólmsvöllur í Leiru er í gríðarlega góðu ásigkomulagi eftir veturinn og höfðu keppendur á orði að flatirnar væru mjög góðar miðað við árstíma og tíðarfar undanfarnar vikur. 

Aron Snær Júlíusson úr GKG er efstur í karlaflokknum eftir fyrri keppnisdaginn en hann lék frábært golf á síðari hringnum í gær eða -2. Hann er samtals á pari vallar en Aron lék á 74 eða +2 á fyrri hringnum í gærmorgun. Hann er með eitt högg í forskot á Andra Þór Björnsson úr GR og þar á eftir koma þeir Kristján Þór Einarsson (GM), Axel Bóasson (GK) og Gísli Sveinbergsson (GK).  

1. Aron Snær Júlíusson, GKG 144 högg par 74-70

2. Andri Þór Björnsson GR 146 högg (+2) 75-71

3. Kristján Þór Einarsson, GM 147 högg (+3) 73-74

4. Axel Bóasson, GK 150 högg  (+6) 76-74

5. Gísli Sveinbergsson, GK 150 högg (+6) 75-75

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er efst fyrir lokahringinn í kvennaflokknum en hún er samtals á +11 eftir fyrri keppnisdaginn þar sem hún lék á 76 og 79 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK er önnur á +14 (76-82) og þriðja er Sunna Víðisdóttir úr GR á +16 (80-80). 

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 155 högg (+11) 76-79

2. Tinna Jóhannsdóttir, GK 158 högg (+14) 76-82

3. Sunna Víðisdóttir, GR 160 högg (+16) 80-80

4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 161 högg (+17) 79-82

5. Þórdís Geirsdóttir, GK 162 högg (+18) 81-81

6. Karen Guðnadóttir, GS 162 högg (+18) 81-81 

Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Alexander Aron Gylfason úr GR léku best allra á fyrri hring dagsins eða 73 höggum (+1). Þar á eftir komu þeir Axel Bóasson (GK) 74, Kristján Þór Einarsson (GM) 74 og Aron Snær Júlíusson (GKG). 

Tinna Jóhannsdóttir (GK) og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR voru jafnar eftir fyrri hring dagsins á +4 eða 76 höggum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á 79 eða +7. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert