Heiða með tveggja högga forystu

Heiða Guðnadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, á teig í morgun.
Heiða Guðnadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, á teig í morgun. Ljósmynd/Golfsamband Íslands

Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er efst að loknum fyrsta hringnum af alls þremur á Securitas-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum.

Heiða lék á 72 höggum eða 2 yfir pari í morgun en tvær umferðir verða leiknar í dag á Vestmannaeyjavelli. Heiða er með tveggja högga forskot. Þar á eftir koma þær Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK á 74 höggum (+4). Síðari umferð dagsins fer fram eftir hádegi í dag en lokaumferðin fer fram á morgun, laugardag.

Blíðskaparveður er í Eyjum þessa stundina og útlitið en bjartara það sem eftir lifir dags.

1. Heiða Guðnadóttir, GM 72 högg +2
2. – 3. Tinna Jóhannsdóttir, GK 74 högg +4
2. – 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 74 högg +4
4.–6.  Helga Kristín Einarsdóttir, NK 76 högg +6
4.–6.  Anna Sólveig Snorradóttir, GK 76 högg +6
4.–6.  Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg +6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert