Stórbrotin spilamennska Rúnars

Rúnar Arnórsson.
Rúnar Arnórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Rúnar Arnórsson úr Keili skilaði inn stórkostlegu skori á háskólamóti í golfi í Kaliforníu í gær þegar hann lék Barona Creek-völlinn á 62 höggum. 

Rúnar keppir  fyrir University of Minnesota og blandaði sér strax í baráttuna um sigur í mótinu en um fyrsta hring var að ræða. Raunar tók Rúnar afgerandi forystu því að loknum þessum frábæra hring var hann þegar kominn 10 högg undir par vallarins. Næsti kylfingur var fjórum höggum á eftir á 66 höggum. 

Með frammistöðu sinni setti Rúnar skólamet en enginn kylfingur í sögu skólans hefur komist svo langt undir par vallar á einum hring í móti. 

Fyrir áhugafólk um ættfræði má geta þess að Rúnar er bróðir Signýjar Arnórsdóttur sem varð Íslandsmeistari í höggleik á Akranesi síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert