Góður hringur Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi lék afar vel í dag á 2. hring lokaúrtökumótsins fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET-mótaröðina, en leikið er í Marrakech í Marokkó.

Leikið er á tveimur völlum, en í dag lék Valdís á einu höggi undir pari Samanah-vallarins og er í 21. - 27. sæti eftir fyrstu tvo hringina af fimm. Enn eiga þó fjölmargir kylfingar eftir að klára í dag. Valdís lék á pari á Amelk­is-vell­in­um í gær.

Valdís lék á 71 höggi í dag, fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum og 14 pör.

Efstu 30 kylfingarnir eftir fimm hringina fá fullan keppnisrétt í mótaröðinni en keppendur í sætum 31. til 60. fá takmarkaðan keppnisrétt. 

115 kylfingar hefja leik á lokaúrtökumótinu en 70 kylfingar fá að leika lokahringinn.

Valdís hefur leikið undanfarin þrjú ár á LET Access-mótaröðinni, sem er næststerkasta mótaröð Evrópu.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert