Valdís þokast upp töfluna

Valdís Þóra Jónsdóttir er að spila frábært golf um þessar …
Valdís Þóra Jónsdóttir er að spila frábært golf um þessar mundir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi er á tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holur sínar á öðrum hring lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Valdís Þóra lék á parinu í gær og var í 31. sæti eftir gærdaginn en er sem stendur í 15. sæti. Afar mikið er í húfi hjá Valdísi en 30 efstu kylfingarnir eftir 90 holur, fimm hringi, fá keppnisrétt á mótaröðinni.

Keppendur í sætum 31.-60 fá takmarkaðan keppnisrétt.

Keppt er á tveimur völlum í lokaúrtökumótinu, Samanah-vellinum sem Valdís keppir á í dag, en hún keppti á  Amelkis-vellinum í gær. 

Staðan í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert